145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[15:55]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Við köllum eftir því að hæstv. ráðherra sé viðstaddur umræðuna. Okkur er sagt að hann sé að sinna skyldustörfum. Hann á að vera á fundi hjá Framsóknarflokknum á Ísafirði í kvöld. Eru það skyldustörfin sem eru mikilvægari en að vera hér í þinginu þegar ráðherra ætlar að leggja niður heila stofnun?

Málið fékk ekki almennilega umræðu í utanríkismálanefnd þótt það væri þar öðru sinni. Þar voru nýir meðlimir í nefndinni. Ráðherra, sem virðist vera einn af fáum sem styðja þetta mál hér á þingi, á auðvitað að vera við umræðuna og ræða við okkur í andsvörum um þann metnað sinn að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ég óska eftir því að forseti svari því: Er það fundurinn með framsóknarmönnum á Ísafirði sem ráðherra tekur fram yfir þingfund um hans mál?