145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:30]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, ég þekki Þóri Guðmundsson hjá Rauða krossinum afar vel. Hann er einn af vinum mínum og er ákaflega vandaður maður. Ég mundi ekki ganga svo langt að halda að hagsmunir hans hefðu á einhvern hátt spilað inn í skýrslugjöf hans til ráðuneytisins í þessum efnum. Ég dreg einfaldlega sömu ályktanir og Alþýðusambandið af hans framlagi. Mjög margar spurningar vakna við lestur þeirrar skýrslu sem mér finnst ástæða til að svara áður en menn halda áfram, t.d. um reynslu annarra þjóða. (Forseti hringir.) Mér finnst álit Gagnsæis mjög þarft og það er nokkuð sem við eigum að taka tillit til.