145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:11]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Því meira sem þetta mál er rætt þeim mun betur kemur í ljós að það er algerlega ólíðandi að ráðherrann sé ekki viðstaddur þessa umræðu. Hv. þm. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur verið hérna, kannski ekki alveg við byrjun umræðunnar, ég sá hana alla vega ekki, hún hefur væntanlega verið á skrifstofu sinni, en hún hefur verið í salnum núna.

Hún var hins vegar ekki viðstödd þessa umræðu þegar hún átti sér stað síðasta vor og hún neitaði að kalla fólk til viðræðu og fara yfir umsagnir í nefndinni í haust og þess vegna er þess kannski ekki að vænta að hún geti svarað fyrir þetta mál. Ég verð því eins og aðrir þingmenn að gera kröfu um að við frestum fundi, a.m.k. leggjum fram fallega bón um það að fundi verði frestað og honum fram haldið þegar hæstv. ráðherra sér sér fært að sinna okkur í stað kjósenda sinna.