145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:03]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Enn sakna ég hæstv. utanríkisráðherra. Ég á að tala næst og ég trúi því varla að hann hafi tök á að fylgjast með því sem ég segi í þessu máli, sem ég tel samt skipta nokkru máli, þar sem hann fundar nú með flokkssystkinum sínum í kjördæminu frekar en að vera hér á þingi. Það er hárrétt sem hefur komið fram hér í dag, það er svo undarlegt að reka þetta mál út í horn eins og það er komið, að fólk sé ekki hér til að svara og að fólk leiti ekki frekar sátta.

Við höfum orðið vör við það á síðustu dögum að ef vilji er til er alveg hægt að ná niðurstöðu sem menn sætta sig við. Það er ekki einu sinni reynt í þessu máli. Ég harma það.