145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:32]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég hefði helst viljað ljúka þingfundinum á þessum ljóðalestri. Ég ætla þá ekki að gera annað en að þakka fyrir daginn vegna þess að ég held að sýnt sé að hér verði ekki fluttar fleiri ræður í dag í þessu máli einfaldlega vegna þess að annað væri mjög gróf ögrun við stjórnarandstöðuna á Alþingi sem einum rómi hefur óskað eftir því að málinu verði skotið á frest þar til við fáum ráðherra í þingsal til að svara ýmsum spurningum sem hér hafa verið bornar upp. Þó að ég sé fullur þakklætis yfir þessum skemmtilega degi, nema síður sé, langar mig til að vekja athygli á því að við hefðum getað varið tíma okkar betur. Hér var 4. dagskrármálið á eftir því sem við ræðum nú, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Síðan eru þingmál sem fjalla um (Forseti hringir.) sameiningu stofnana sem snúa að réttindum starfsfólks og tíma okkar hefði betur verið varið með því að skjóta málinu um Þróunarsamvinnustofnun á frest (Forseti hringir.) og taka til hendinni við þau mál.