145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:45]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra kærlega fyrir svarið og fyrir að taka þátt í umræðunni að þessu sinni, því að það er stundum mjög gagnlegt.

Þá langar mig að forvitnast hvort og þá hversu mikið hin hugmyndin var skoðuð sem kom fram í máli Þóris Guðmundssonar að kæmi líka til greina. Hún var sú að styrkja ÞSSÍ og flytja verkefni frá ráðuneytinu til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og halda utanríkisráðuneytinu í meira eftirlitshlutverki. Það hefur samkvæmt þeim gögnum sem ég hef verið að skoða reynst þannig að best sé að hafa eftirlitið hjá ráðuneytinu en framkvæmdina hjá sjálfstæðri stofnun.

Nú veit ég að hæstv. utanríkisráðherra er ekki á þeirri skoðun að þetta sé góð leið en mig langar að heyra hvers vegna og sér í lagi hvort og þá hversu vel þessi aðferð var skoðuð. Eða hvort það hafi einungis verið farið út í þá aðferð sem var farin á endanum.