145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:21]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það eru undarlegar orrustur sem þessi ríkisstjórnarmeirihluti ákveður að leggja í. Þetta er afspyrnuvont mál. Það eru engin almennileg rök fyrir þessari ráðstöfun nema ef vera skyldi að hæstv. ráðherra vilji hafa þennan málaflokk undir sér í ráðuneytinu, vilji ekki að faglegir aðilar sjái um þetta, þoli ekki gagnrýni þeirra sem um þessi mál véla og hafa til þess þekkingu. Það er auðvitað gríðarlega vont.

Það er mjög vont að þessi málaflokkur sem skiptir svo miklu máli að sé sátt um sé afgreiddur með þessum hætti. Hér hefur ítrekað verið boðað í umræðunni síðustu daga að menn reyni að finna sameiginlega lausn, frestun á gildistöku, beðið eftir úttekt o.s.frv. til að hægt sé að afgreiða málið með sameiginlegri lausn. Svo koma stjórnarliðar upp og halda því fram að með þessu náist einhver hagræðing sem er búið að neita að verði. Það eina sem hefur verið hagrætt í þessari umræðu er sannleikurinn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)