145. löggjafarþing — 45. fundur,  2. des. 2015.

hamingjuóskir til forseta.

[15:13]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Forseti. Alþingismenn. Fyrstu viðbrögð manns eru að mótmæla enda má það heita ótrúlegt að svo unglegur og athafnasamur sem forseti okkar, Einar Kristinn Guðfinnsson, er sé 60 ára í dag. Þó er það svo og það er orðinn aldarfjórðungur síðan hann tók hér fyrst fast sæti og raunar tíu árum betur, eða árið 1980 sem hann 25 ára gamall kom til þings fyrsta sinni sem varaþingmaður fyrir það ægifagra kjördæmi, Vestfirði. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Hann hefur vaxið í störfum sínum alla þessa tíð og situr nú í forsæti okkar. Má um það segja að forsetaembættið fer Einari vel og eins hitt sem allir sjá, að Einar fer forsetastólnum vel.

Fyrir hönd okkar alþingismanna, kæri forseti, vil ég færa þér hjartanlegar hamingjuóskir á sextugsafmæli þínu. Ég bið þingmenn um að taka undir orð mín svo forseti heyri.

[Þingmenn berja í borð.]