145. löggjafarþing — 45. fundur,  2. des. 2015.

fasteignalán til neytenda.

383. mál
[18:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsögu hans. Ég vil inna hann eftir því hvort ekki væri óhætt að segja að hér væri verið að efla og styrkja lagarammann í kringum óverðtryggð en þó kannski einkum verðtryggð fasteignalán til neytenda. Ljóst er að þar hafa verið uppi ýmis álitaefni fyrir dómstólum um lagaumgjörðina og meðal annars upplýsingagjöfina sem þar var dæmd ólögmæt þó að hún hafi ekki leitt til ógildingar vaxtaákvarðana fyrir dómum, og fleiri atriði í tengslum við þá lagaumgjörð hefur reynt á fyrir rétti. Ég vildi byrja á að inna ráðherrann eftir því hvort hann teldi að með frumvarpinu væri, að því samþykktu, allri helstu lagalegri óvissu sem verið hefur uppi um einkanlega verðtryggðu lánin eytt.