145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:49]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að tryggt verði með breytingartillögu að kennarar fái örugglega sínar kjarabætur en ég fer að hafa áhyggjur af því hvort allar stéttir fái kjarabætur í þessu fjárlagafrumvarpi. Erum við alveg viss um að engin mikilvæg stétt gleymist? Mér stendur ekki á sama. Mér finnst einkennilegt að þetta skuli koma inn í þingið núna í kvöld eftir allan þann tíma sem nefndin hefur haft til að vinna og, eins og hv. þm. Oddný Harðardóttir upplýsir hér, að það hafi verið komnar fram ábendingar frá skólastjórnendum um akkúrat þetta efni.

Hæstv. forseti. Ég legg til að hlé verði gert á þessum fundi og fjárlaganefnd fari yfir það með (Forseti hringir.) fjármálaráðuneytinu hvort verið sé að gleyma einhverjum stéttum og kjarabótum til þeirra.