145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[13:05]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, þetta eru tillögur til breytingar á fjárlagafrumvarpinu eins og það liggur fyrir. Við erum ekki með tillögur til breytinga á breytingartillögu meiri hlutans. Þetta virkar þannig að maður gerir tillögu til breytinga á fjárlagafrumvarpinu. Við teflum fram okkar breytingartillögu og meiri hlutinn teflir fram sínum mjög svo umfangsmiklu tillögum. Þannig er þetta. Þessar tillögur lýsa okkar sameiginlegu sýn á það sem er mest aðkallandi að okkar mati í fjárlagagerð þessa árs.

Aðeins um meintan biturleika minn, ég er ekkert bitur en tel hins vegar mjög mikilvægt að stjórnarmeirihlutinn reyni að skilja af hverju það er kergja í þjóðfélaginu. Ég bauð fram (Forseti hringir.) mína greiningu út frá mínu hyggjuviti á því af hverju þessi kergja er. Ég taldi mig hafa boðið þá greiningu alveg ágætlega.