145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Ég þakka fyrir andsvarið, virðulegi forseti. Þetta með skattsvikin og það sem þingmaðurinn fór yfir í ræðu sinni, talaði um mikla ólgu og kallaði eftir svörum um hvernig stæði á því. Það er kannski meðal annars vegna þess að hér á þingi er verið að stunda nokkur sundrungarstjórnmál. Í Svíþjóð er það þannig að stjórnarandstaðan leggur fram sitt eigið fjárlagafrumvarp þannig að þá hafa þingmenn val um hvora leiðina á að fara. Hér á landi er það réttkjörin ríkisstjórn sem leggur fram fjárlagafrumvarp ríkisins og nú er þessi umræða orðin með þeim lengstu í sögu þingsins í 2. umr. fjárlaga. Það er nokkurs konar málþóf hérna.

Mig langar að taka þessa hugmynd lengra því að það þýðir víst ekki fyrir núið að taka upp betri kennslu í skólum til að hafa hendur í hári þessara skattsvikara sem eru raunverulega að ferðast á kostnað þeirra sem þurfa (Forseti hringir.) að stóla á ríkið; heilbrigðiskerfið, grunnstoðirnar, eldri borgarar, öryrkjar, menntakerfið, samgöngukerfið. Hvaða tillögur beinar hefur þingmaðurinn í þessa veru sem við gætum farið í strax?