145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:24]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst varðandi hin pólitísku leiðarljós. Ef hv. þingmanni finnst að ég sé að taka eitthvað upp frá einhverjum öðrum, sama hvort það er núverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins eða þeim fyrri, þá getur hann að sjálfsögðu gert það að umtalsefni ef hann svo kýs. Hæstv. fjármálaráðherra, með því að færa umræðuna um sambærilegar bætur fyrir ellilífeyrisþega og almenna örorkulífeyrisþega yfir á svið umræðu um einhvern afmarkaðan hóp sem hann lætur að því liggja að eigi val um það að vera öryrkjar, (Gripið fram í.) er að færa þessa umræðu niður á drulluplan og hann er auðvitað í herför gegn lífeyrisþegum þegar hann neitar að viðurkenna að það sama eigi að gilda um þá og láglaunafólk.

Varðandi hina meintu velvild hæstv. ráðherra og einhverja tugi milljarða þá þarf hv. þingmaður bara að lesa hagræna ritið sem hæstv. ráðherra vildi að yrði talað um í þessari umræðu. Þar kemur fram að ætlunin er að draga saman útgjöld til millifærslna eins og lífeyristrygginga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Það er markmiðið.