145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:27]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Í umræðum um fundarstjórn forseta verður að ríkja jafnræði milli þingmanna og milli stjórnar og stjórnarandstöðu og ég held að hafi orðið þess var að það var hv. þm. Karl Garðarsson sem fór á mörk hinnar efnislegu umræðu án athugasemda en þegar aðrir þingmenn tóku til svara voru gerðar athugasemdir (Gripið fram í.) við það. Ég verð að gera athugasemd við slíka fundarstjórn. (Gripið fram í.) Um leið verð ég að nota tækifærið og hvetja til þess, einmitt vegna þess að þetta er mikilvæg efnisleg umræða og ég skil forseta að hún vilji að sú umræða fari fram undir dagskrárliðnum en ekki fundarstjórn, að hv. þm. Karl Garðarsson setji sig á mælendaskrá svo við getum hlustað á mál hans og tekið hina efnislegu umræðu á réttum stað og líka að varaformaður velferðarnefndar, hv. þm. Elsa Lára Arnardóttir, þegi hér ekki þunnu hljóði heldur flytji ræðu (Forseti hringir.) um sína sýn á hið efnislega efni.