145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:47]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil í ljósi þess að það eiga að gilda einhverjar reglur um vinnutíma og hvíldartíma á Alþingi og búið er að boða fund kl. 8.30 í fyrramálið í allsherjar- og menntamálanefnd ítreka óskina til hæstv. forseta um að við fáum skýringar á því hvernig þinghaldi verði fram haldið í nótt og hvenær við getum vænst þess að ljúka störfum hér svo að nefndarmenn komist til hvílu fyrir fundinn í fyrramálið og við getum skipt með okkur verkum og skipulagt starf næstu daga.

Það er ósköp eðlileg ósk í eðlilegu vinnuumhverfi að við fáum að vita hvaða áætlanir hæstv. forseti hefur að þessu leyti.