145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:11]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að óska eftir því að hæstv. ráðherra félagsmála komi hér í ræðu og fari yfir þessi mál með okkur vegna þess að það hefur verið komið með margar fullyrðingar í þessum stól. Það væri gott ef hún kæmi í ræðu og færi yfir málin og segði okkur hvers vegna menn ætla ekki að reyna að hækka eldri borgara og öryrkja sem þurfa að lifa á 170 þús., 190 þús., og hvort henni finnist það í lagi og hvort hún sé tilbúin til að eiga við okkur samtal um það að gera einhverja áætlun inn í framtíðina um það hvernig við hækkum þessa hópa upp þannig að þeir geti lifað með reisn í samfélagi okkar. Þetta er mikilvægt vegna þess að okkur svíður öllum að fólk þurfi að lifa á 190 þús. kr. og það þarf að greiða af húsnæði og allan annan kostnað og við vitum öll að það er ekki hægt. Ég vona því að hæstv. ráðherrann komi í ræðu og eigi við okkur alvörusamtal um þetta.