145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:32]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef grun um að það sé ekki fullt samræmi á milli veruleikans og þjóðarviljans og það sé heldur ekki fullt samræmi milli veruleikans og afstöðu Alþingis. Við viljum ekki hafa þetta svona. Ekkert okkar vill hafa þetta svona. Þá þurfum við að spyrja: Hvað hefur farið úrskeiðis? Þetta er ekki eitthvað sem hefur verið að gerast á mjög skömmum tíma. Þetta er langtímaþróun sem við verðum að taka á og reyna að beina í uppbyggilegri farveg. Það leikur enginn vafi á því. Við eigum að horfa til þess sem sameinar okkur í þessari umræðu og til meirihlutaviljans í þjóðfélaginu. Ef við gerðum það og hefðum síðan allar breytingar opnar, það færi fram gagnsæ, lýðræðisleg umræða, (Forseti hringir.) þá værum við ekki að stefna í þann farveg sem ég óttast að við séum að gera núna.