145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:54]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar aðeins til að víkja að einu atriði áður en ég kem að þessu svari hv. þingmanns. Það á við um ríkisútvarpið. Hún telur að tekin hafi verið arfavitlaus ákvörðun varðandi dreifikerfið, það hefi verið of dýrt o.s.frv. Ég hef ekki skoðað það mál í ljósi reynslunnar, en það var ákvörðun sem var tekin í ríkisstjórn á sínum tíma. En hv. þingmaður vill að það verði látið bitna á starfseminni núna og fólki sagt upp og seglin rifuð í ljósi þeirrar ákvörðunar sem þingmaðurinn telur hafa verið ranga.

Ég vil aðeins segja eitt. Mér finnst svona hálfkveðnar vísur ekki ganga: Mætti fækka sendiráðunum, mætti gera þetta og hitt í ráðuneytum? Ég spyr þá bara alveg konkret: Hvað finnst hv. þingmanni um Stjórnstöð ferðamála? Mætti leggja hana af? Eða var það rétt ráðstöfun á sínum tíma? (Forseti hringir.) Telur þingmaðurinn að eitthvað innan veggja Alþingis ætti að bjóða út? Við skulum ekki tala í hálfkveðnum vísum (Forseti hringir.) heldur segja nákvæmlega hvað það er sem við eigum við. Engar svona dylgjur.