145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:57]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegi forseti. Með leyfi forseta vil ég vitna í frétt á Eyjunni í ágúst 2013. Aðspurð hvort hún mundi taka þessi vinnubrögð RÚV lengra svaraði Vigdís Hauksdóttir:

„Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi.“

Vigdís bætti við að mikið fjármagn væri undir og það væri hennar skoðun að of mikið fé færi í rekstur RÚV. Þegar hún var spurð að því hvort fréttastofa RÚV væri of vinstri sinnuð svaraði Vigdís:

„„Já, það sjá allir sem vilja sjá.“ Bætti þingmaðurinn við að stofnunin væri í það minnsta allt of höll undir Evrópusambandið.“

Hér er auðvitað bara verið að framkvæma þær hótanir sem þarna voru settar fram. (Gripið fram í.)Það er ekkert flóknara en það. Þannig er það. Ég segi já.