145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:40]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að fjármagn verði aukið verulega í þennan málaflokk og markmiðið ekki síst að bæta málsmeðferð sem flóttamenn fá þegar þeir koma hingað til landsins. Nú liggur í loftinu að gert er ráð fyrir að flóttamönnum á Íslandi muni fjölga á næstunni. Það er í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Það er mikilvægt að hægt sé að bæta og hraða málsmeðferð þess fólks frá því sem nú er eins og nýleg og átakanleg dæmi sanna. Það er líka mikilvægt að hægt sé að styðja við alþjóðlegar stofnanir og hjálparsamtök sem taka á móti flóttamönnum, ekki síst frá Sýrlandi. Þetta er því mjög góð tillaga og þörf. Það er leitt að hún skuli ekki ætla að hljóta brautargengi hér.