145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:04]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Rétt er að minna á að það fer rosalega mikil umræða í Landspítalann eðli málsins samkvæmt, það er þjóðarspítalinn, en það eru auðvitað heilbrigðisstofnanir úti á landi og það er mjög mikilvægur spítali á Akureyri. Ég veit að hæstv. ráðherra þekkir það mjög vel og hefur skilning á því. Ég hef sérstakar áhyggjur af geðdeildinni þar vegna þess að aðstæður þar eru ekki boðlegar. Það liggur líka fyrir að fara þarf í framkvæmdir við nýjar legudeildir. Ég hvet hæstv. ráðherra til dáða í þessum efnum og þingmenn til að samþykkja breytingartillöguna.