145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:09]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég veit að það kemur við kaunin á einhverjum að rifja upp síðasta kjörtímabil, en mér er mjög minnisstætt þegar við framsóknarmenn lögðum ítrekað til aukið fjármagn í Fæðingarorlofssjóð. Við börðumst fyrir því að sá sjóður yrði settur á laggirnar og okkur tókst það. Við munum að sjálfsögðu standa vörð um þennan sjóð enda er hann mikilvægur. Það má bæta í og það má gera betur, að sjálfsögðu. Það viljum við öll gera. En nú er verið að leggja til aukningu upp á 360 millj. kr. og það er virkilega vel gert. (Gripið fram í.) Svo skulum við reyna að gera betur til framtíðar.