145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:28]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Frú forseti. Þetta er góð tillaga sem hér er á ferðinni. Það var gríðarlega ánægjulegt að það skyldi takast að ná niðurstöðu í París og þeir sem eru ánægðir með þá niðurstöðu og sem fylgjast með í þessum málum munu fylgjast með markmiðssetningu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum vegna þess að það vantar töluvert upp á. Það er mikill vilji á meðal almennings og í atvinnulífinu til að gera vel í þessum efnum, til að koma með alvörumarkmið og alvöruaðgerðir. Þess vegna á meiri hlutinn auðvitað að styðja þessa tillögu og sýna að það eru raunverulegar meiningar á bak við orðin hjá ríkisstjórninni í þessum efnum.