145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT).

6. mál
[11:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég þakka þingheimi fyrir að vera að klára að afgreiða þetta mál, hvernig svo sem það fer. Já, það fer greinilega vel og ég er gríðarlega ánægð með að eftir 12 ára bið sé okkur að takast að fullgilda mjög mikilvæga valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, svokallaða OPCAT-aðferð. Ég vona að við verðum með mjög gott eftirlit með því hvernig þetta verður síðan framkvæmt. Ég þakka öllum þeim þingmönnum sem hafa tekið þátt í að gera þetta að veruleika.