145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[14:46]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil nota þessi lokaorð mín til að árétta að við erum sammála um það, ég og hv. þingmaður, að það sem eftir stendur er að verið er að skerða útvarpsgjaldið frá 17.800 kr. niður í 16.400 kr. Það sem kallað er viðbótarframlag og er ekkert viðbótarframlag er skilyrt framlag sem á að nýta utan stofnunarinnar. Það er mergurinn málsins.