145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:10]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegi forseti. Auðvitað styðjum við þessa breytingartillögu vegna þess að fyrirætlan ríkisstjórnarinnar sem birtist okkur í dag um að setja 175 millj. kr. til viðbótar og skilyrða til innlendrar dagskrárgerðar á leiknu, íslensku sjónvarpsefni er ekkert annað en framhald á þeirri fjárhagslegu spennitreyju sem stjórnarmeirihlutinn kaus að halda Ríkisútvarpinu í á síðasta ári með því að setja á síðustu metrunum fram 182 milljónir sem áttu að tengjast rekstrinum. Nú eru settar 175 til að framleiða sjónvarpsefni.

Til hvers er þá stjórn Ríkisútvarpsins? má spyrja í þessu samhengi. Það eru 12 dagar þangað til nýtt ár hefst. Hvers lags eiginlega stjórn er það að slumpa peningum með þessum skilyrðum? Þetta er algerlega fráleit framkvæmd og þess vegna eigum við að gera þetta almennilega og styðja þá breytingartillögu sem hér er lögð fram.