145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:23]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er gerð tillaga um 175 millj. kr. tímabundið framlag til Ríkisútvarpsins til eflingar innlendri dagskrárgerð. Það styð ég heils hugar.

Fyrir um fimm árum var farið í mikinn niðurskurð hjá RÚV og þar ákváðu menn að skera niður fyrst og fremst úti á landi með því að hætta svæðisbundnum útsendingum og fækka starfsmönnum. Ég vil hrósa núverandi stjórnendum sérstaklega fyrir að vilja efla RÚV úti á landi. Það er vissulega tímabært en ég vil einnig hrósa þeim fyrir að fara í hagræðingaraðgerðir, m.a. með útleigu húsnæðis, og bregðast þannig við rekstrarvanda sem hefur því miður verið viðloðandi þessa ágætu stofnun.

Svo legg ég til (Forseti hringir.) að við skoðum rekstrarformið. Ég tel að ohf.-væðingin hafi verið mistök á sínum tíma og að Ríkisútvarpinu verði langbest fyrir komið sem ríkisstofnun.