145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:51]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þingmanni sem hér talaði. Þetta er óþarft að hafa þetta í lögunum. Ég skil eiginlega ekki hvers vegna meiri hlutinn tekur ekki tillit til orða landlæknis um þetta atriði. Ég legg til að þetta verði eitt af því sem verði skoðað þegar við tökum málið inn á milli umræðna.

Það er óþarfi að hafa eitthvað í lögum sem engin þörf er fyrir því að það hlýtur að vera markmið okkar að einfalda lagaumhverfið en ekki flækja það. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)