145. löggjafarþing — 87. fundur,  14. mars 2016.

fyrirspurnir á dagskrá.

[15:14]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Í fyrirspurn til munnlegs svars, sem ég lagði fram í janúar, var spurt um verðmat á Borgun þegar salan átti sér stað. Þegar rúmlega 30% hlutur er seldur á 2,2 milljarða getur maður reiknað út að hluturinn í Borgun eða verðmat fyrirtækisins sé 6,6 milljarðar. Nú hefur hins vegar birst í fjölmiðlum það sem kallað er nýjasta verðmat á Borgun og þar er sagt að verðmæti fyrirtækisins sé 19–26 milljarðar kr. Hér erum við að ræða um eigur ríkisins og þess vegna skiptir miklu máli að svar við þessari fyrirspurn komi fram fyrr en seinna. Tíminn er orðinn óásættanlegur, hvað þinginu er haldið frá upplýsingum um þessa sölu.

Ég spyr: Ef nýjasta verðmætamatið er 19–26 milljarðar hvert var þá verðmatið þegar salan átti sér stað?


Tengd mál

Efnisorð er vísa í ræðuna