145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:51]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er ánægjuefni að málið var tekið inn milli 2. og 3. umr. Nefndin stendur saman að góðum breytingartillögum sem við í Bjartri framtíð stöndum að og styðjum að sjálfsögðu. Þó að margt sé til bóta í frumvarpinu hefðum við engu að síður viljað ganga lengra og vera róttækari, sérstaklega hvað varðar betrunarþáttinn í fullnustu refsinga, og þess vegna sitjum við hjá þegar kemur að því að greiða atkvæði um málið í heild.