145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

stefna um nýfjárfestingar.

372. mál
[16:12]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mikilvægt að Alþingi leggi fram metnaðarfulla og framsýna stefnu um nýfjárfestingar. Það er þessi stefna ekki. Hún segir ekkert til um hvað hæstv. ráðherra ætlar að gera, til hvaða aðgerða eigi að grípa nákvæmlega til að efla þessar fjárfestingar. Umsagnaraðilar skilja þetta plagg þvers og kruss og flestir gera aðfinnslur við hvað það er óskýrt.

Meiri hlutinn leggur þó sinn skilning í stefnuna. Þar segir að byggja eigi á sérstöðu Íslands um orkuframleiðslu. Við vitum auðvitað alveg hvað það þýðir, það þýðir að það eigi að virkja meira því að skilningur hv. formanns atvinnuveganefndar er að hér á landi sé ekkert að gerast í atvinnumálum vegna rólegheita í þeim efnum.

Það sem meira er er að meiri hlutinn leggur til að ívilnanir fái ekki einu sinni að eiga við um landið allt. Höfuðborgarsvæðið er tekið sérstaklega út.

Þetta er stefna um að veita ívilnanir til nýfjárfestinga. Við í Bjartri framtíð erum á móti slíku, við viljum almennar aðgerðir, við viljum að fyrirtækjum sé gert kleift að starfa (Forseti hringir.) og að öll umgjörð sé höfð eftir samkeppnissjónarmiðum.

Við segjum nei við þessu.