145. löggjafarþing — 99. fundur,  18. apr. 2016.

kjördagur og málaskrá ríkisstjórnarinnar.

[15:09]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Það er óvenjulegt tilefni að ég skuli þurfa að koma upp um fundarstjórn forseta til að ræða það mál sem ég vil gera að umtalsefni. Ég hef gert það áður. Það varðar annars vegar ófullnægjandi skriflegt svar hæstv. fjármálaráðherra við fyrirspurn minni um ýmis málefni hvað varðar söluna á hlut í Borgun. Það hefur komið fram að það er aldeilis ófullnægjandi svar sem ég fékk í tveimur afritum í bréfi frá Bankasýslunni. Hins vegar er ég búinn að eiga inni frá sama tíma, 26. janúar síðastliðnum, fyrirspurn til munnlegs svars frá hæstv. fjármálaráðherra um málefni Borgunar og það er enn einn mánudaginn ekki á dagskrá.

Virðulegi forseti. Þetta er ófullnægjandi og gerði það að verkum að ég skrifaði forseta bréf í dag þar sem ég óskaði liðsinnis hans til að fjármálaráðuneytið svaraði þessum fyrirspurnum sem fyrst. Ég vil nota tækifærið og spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Af hverju er fyrirspurnin til munnlega svarsins ekki tilbúin til að taka fyrir á (Forseti hringir.) fyrirspurnadegi hér í dag? Hvað er verið að fela? Er eitthvað óþægilegt og gruggugt í þessu máli sem þolir ekki dagsljósið?

Virðulegi forseti. Ég tek eftir (Forseti hringir.) því að hæstv. fjármálaráðherra (Forseti hringir.) verður frekar órólegur þegar minnst er á þetta mál og það styður mig í þeirri trú að eitthvað sé óeðlilegt (Forseti hringir.) við það.


Tengd mál

Efnisorð er vísa í ræðuna