145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

afgreiðsla þingmála fyrir þinglok.

[15:39]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég hef fullan skilning á alls kyns væntingum fólks og plönum. Ég stóð sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því að það var ekki upplýst þá um það hvað gerðist á morgun. (Gripið fram í.) Ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum. (Gripið fram í.) Við ætlum okkur að fara yfir þessi mál, ég tek undir það með þingmanninum hve mikilvægt er að það sé allt skipulagt, bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og að sá tími sem menn áætla í þau gangi upp. Þannig náum við mestri skilvirkni, þannig þurfum við að vinna hérna í þinginu, þannig vinnum við upp traust við almenning í landinu.