145. löggjafarþing — 110. fundur,  12. maí 2016.

almennar íbúðir.

435. mál
[12:58]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég taldi að hv. 1. þm. Norðaust. væri bara mættur í ræðu. En spurningin sem hann beinir til mín er: Af hverju heita þetta almennar félagsíbúðir? Svarið er að almennar íbúðir eru almennar íbúðir. Það eru ekki sérstaklega íbúðir sem byggðar eru samkvæmt því kerfi sem hér er lagt upp með. Þetta er félagslegar íbúðir. Þær eru beintengdar hugmyndinni um verkamannabústaðina forðum. Nefndin féllst á það og það er þessi margrædda málamiðlun, hv. 1. þm. Norðaust., að kalla þetta almennar félagsíbúðir á sama hátt og við þurftum að nefna það sem kallað var almenn íbúðafélög en við köllum nú húsnæðissjálfseignarstofnun, skammstafað hses. Það var ástæðan fyrir því að kalla þetta almennar félagsíbúðir, þ.e. til þess að skilgreina nákvæmlega hvað felst í markmiðum frumvarpsins.