145. löggjafarþing — 118. fundur,  25. maí 2016.

dómstólar.

615. mál
[16:08]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vona að þingheimur standi með mér í því að bæta áferð orða í lagatexta. Hérna er sú breyting lögð til að í stað orðsins dómstólasýsla komi orðið dómsýsla. Sú viðbára hefur heyrst að orðið dómstólasýsla sé betur lýsandi orð af því að það eigi við um umsýslu dómstólanna en ekki dómanna en ég held að allur meginþorri almennings átti sig á því að hugtakið dómsýsla á rétt eins vel við það og hljómar auk þess betur og er þjálla í öllum skilningi. Almennur orðaskilningur ætti að heimila okkur að gera þessa breytingu.