145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

dómstólar.

615. mál
[11:26]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingmenn Samfylkingarinnar munu styðja þetta mál í heild sinni. Það er þó rétt að halda því til haga að við, fulltrúar stjórnarandstöðunnar, höfum flutt breytingartillögu við málið um að það þurfi aukinn meiri hluta greiddra atkvæða í þingsal til að ráðherra geti vikið frá úrskurði hæfnisnefndar við skipan dómara. Sú breytingartillaga var felld og við hörmum það að sjálfsögðu því að það hefði verið svo eðlilegt og rétt skref að stíga að samþykkja þá breytingartillögu. Hins vegar í ljósi þeirra meginhagsmuna sem eru í málinu með tilliti til réttarkerfisins í heild sinni fylgjum við málinu en ítrekum að við teljum að þessu verkefni sé ekki lokið. Það þarf að halda áfram endurbótum á íslensku réttarkerfi því að eins og kom fram í máli síðasta ræðumanns hafa komið fram fjölmargar athugasemdir og ábendingar sem full ástæða er fyrir þingið og stjórnvöld til að taka alvarlega og vinna betur með.