145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

789. mál
[15:06]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um úthlutun á þessu sáralitla hlutfalli sem til aflögu er, 5% af öllum aflaheimildum sem eru í kvótakerfinu. Þetta er auðvitað allt of lítið hlutfall. Þetta er enn ein sársaukafull staðfesting á því hvað þetta kvótakerfi sem við búum við er fáránlegt og óásættanlegt.

Ég bara get ekki samvisku minnar vegna greitt þessari tillögu atkvæði.