145. löggjafarþing — 129. fundur,  8. júní 2016.

kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

815. mál
[15:27]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ríkisstjórnin hefur auðvitað gert sig að aðila í þessari deilu með því að skerast í leikinn. Eins og ég sagði áðan er um að ræða samning á almennum markaði og þess vegna leikur mér hugur á að vita hvernig ríkisstjórnin ætlar að fá menn til að taka þessa yfirvinnu; hér er í raun verið að reyna að koma í veg fyrir yfirvinnubann sem hefur verið í gangi, ef ég skil málið rétt. Hvernig á að reyna að fá menn til þess að taka þá yfirvinnu sem þarf að vinna til að dekka þær skyldur sem um ræðir? Ætla menn að gera það með lögum? Er það eðlilegt?