145. löggjafarþing — 136. fundur,  19. ág. 2016.

Umhverfisstofnun.

674. mál
[12:08]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil afar vel þessar vangaveltur hjá þingmanninum vegna þess að, svo ég endurtaki, þetta frumvarp til laga er hreingerning, búið að taka inn, eins og ég segi, ýmislegt sem hefur verið sett um stofnunina í hinum margvíslegu sérlögum sem ekki var þegar maður leitaði undir Umhverfisstofnun. Það var talið einsýnt að gera þetta samkvæmt ráðleggingum Ríkisendurskoðunar. Náttúruverndarlögin eru í stöðugri þróun og ég þarf ekki að endurtaka það sem þingmaðurinn var með. Við höfum líka verið að skoða lögin um bæði skógræktina og landgræðsluna og líka er verið að vinna með hvernig þetta spilar saman í Umhverfisstofnun. Þar var sammælst um, líka með þeim umsögnum sem við fengum, að þessi framsetning væri fyrsta skrefið, að setja fram þetta frumvarp til laga um Umhverfisstofnun. Síðan gæfum við vinnunni tíma, og breyting þar á kæmi inn í frumvarp og vonandi lög sem væru miklu aðgengilegri fyrir alla.