145. löggjafarþing — 143. fundur,  31. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[18:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Allar atvinnugreinar þurfa að eiga við framtíðina. Langir framleiðsluferlar í landbúnaði, löng fjárfesting í sjávarútvegi, löng fjárfesting í flugsamgöngum, löng fjárfesting í öllu. Allar atvinnugreinar þurfa að horfa til framtíðar. Það er ekki bara landbúnaðurinn sem þarf að gera það.

Mér finnst þingmaðurinn enn þá loðinn í svörum, ég segi það eins og er. Ég segi það líka alveg hreint eins og er að því miður treysti ég ekki alveg þessu endurskoðunarsamkomulagi eftir þrjú ár. Því miður. En ég vona sannarlega, virðulegi forseti, að hv. þingmaður hafi rétt fyrir sér í því að því megi treysta og ég rangt.