145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

meðferð sakamála.

659. mál
[18:27]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil bara gera stuttlega grein fyrir því að ég og við hefðum aldrei getað stutt þetta mál eins og það kom inn í þingið. Eftir umfjöllun hv. allsherjar- og menntamálanefndar og hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur málið batnað til muna og við greiðum atkvæði með því, enda er hér verið að bæta friðhelgi einkalífsins. Þó er þess virði að hafa í huga að til staðar er mikilvægt bráðabirgðaákvæði um það að ráðherra skuli kanna og greina leiðir í því skyni að veita lögreglu aðhald við rannsókn mála.

Þetta er málaflokkur sem endar aldrei, málaflokkur sem við þurfum að halda áfram að vera á varðbergi gagnvart og þótt þetta mál sé vissulega til bóta er það ekki fullkomið og það er full ástæða til að halda áfram með þessi mál á komandi þingum og kjörtímabilum.