145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[23:24]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi yfirlýsinguna eða þann texta sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ræddi í sínu tilviki var alla vega ljóst, og ég þekki svo sem ekki framhald málsins, að orðalagið var ákveðið í samráði við þá embættismenn sem með þessi mál véla af hálfu ríkisstjórnarinnar. Eftir því sem mér skildist var gert ráð fyrir að hún kæmi fram með formlegum hætti þegar málið verður tekið fyrir í sameiginlegu EES-nefndinni, sem er ekki orðið enn þá. Um þann þátt málsins ætla ég svo sem ekki að fullyrða annað en það sem kom fram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, að þarna væri um að ræða orðalag sem þeir sem eru í forsvari fyrir þessi mál af hálfu framkvæmdarvaldsins treystu sér vel til að skrifa undir og kynna á erlendum vettvangi. Það (Forseti hringir.) má síðan vísa í ummæli hv. þm. Árna Páls Árnasonar hér fyrr í kvöld (Forseti hringir.) um að það er áhugavert (Forseti hringir.) ef þessi yfirlýsing af hálfu (Forseti hringir.) íslenskra stjórnvalda vekur einhver önnur viðbrögð hjá (Forseti hringir.) samstarfsríkjunum heldur en (Forseti hringir.) við er búist. Það er ágætt að það komi fram áður (Forseti hringir.) en við verðum aðilar að þessum gerðum öllum.