145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[12:07]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hér upp til að gera athugasemd við þá fundarstjórn forseta að hafa á dagskrá til atkvæðagreiðslu frumvarp sem talið er af helstu sérfræðingum Íslands á sviði stjórnskipunarréttar stangast á við 2. gr. stjórnarskrár Íslands. Ég skil ekki af hverju ekki er hægt að bíða með málið þangað til þessir sérfræðingar hafa verið kallaðir fyrir nefndir þingsins sem fjallað hafa um þetta mál. Ég afskaplega ósátt við að forseti skuli bjóða upp á það hér á Alþingi Íslendinga að við eigum að fara að greiða atkvæði um stjórnarskrárbrot.