145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

dagskrá fundarins og afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[13:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir að ég held að gera ætti hlé á fundinum meðan framsóknarmenn ráða ráðum sínum. (Gripið fram í: Veita þeim tilfinningalegt svigrúm.) Já, veita þeim tilfinningalegt svigrúm, eins og fólk kallar hér. Ég held að það væri fallegt af okkur að gera það.

Þess utan langar mig að segja að það er náttúrlega, ég veit ekki hvaða orð ég á að nota, kjánalegt, fíflalegt, að vera að setja hér inn ný mál eins og tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist. Ég er innilega sammála því máli, en hvers vegna í ósköpunum hefur ráðherrann ekki komið með það fyrr? Ekki hefur hún verið með mörg önnur mál. Það er því undarlegt að ætla að skella því fram þegar við erum í umræðum og það er verið að leggja á okkur og menn láta sér detta í huga að klára breytingar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins á viku og (Forseti hringir.) nýja almannatryggingalöggjöf á hálfum mánuði. Þetta er náttúrlega yfirgengilegt, virðulegi forseti.