145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:06]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti tekur undir með hv. þingmanni að þingstörf hafa gengið ákaflega vel og á þessu haustþingi hafa þingstörfin gengið afar vel. Við höfum afgreitt mjög mörg bæði stór og smá mál og umræður hafa verið, eins og hv. þingmaður sagði, málefnalegar, stundum ítarlegar, stundum styttri. Forseti getur ekki með neinum hætti fundið að neinu af því tagi í störfum þingsins. Forseti kýs að orða þetta svo að við þurfum að ná utan um viðfangsefnið og gerir sér líka grein fyrir því að það er ekki algjörlega á hans valdi. Þar þurfa fleiri að koma að. Forseti ætlar ekki að fara að leika einræðisherra í þinginu.