145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[11:29]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp eins og aðrir þingmenn og er satt best að segja dálítið hissa á þeirri stöðu sem hér er uppi. Ég vil minna á að hæstv. forseti var kjörinn með atkvæðum frá mörgum stjórnarandstöðuþingmönnum líka. Enda treystum við hæstv. forseta til að vera forseti allra þingmanna. Hér hefur verið endurskoðuð starfsáætlun fram til 29. september. Nú liggur í loftinu og við fáum að lesa um það á síðum netmiðla að vafasamt sé að takist að ljúka þingi á þeim tíma. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin ekki sagt stjórnarandstöðunni hvaða mál hún setur í forgang til að klára. Hér verður að taka af skarið, hæstv. forseti. Þetta er einfaldlega ekki boðlegt.