145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:08]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Beðið eftir Godot er setning sem kemur upp í hugann. Við erum hér, stjórnarandstaðan, búin að bíða vikum saman og raunar frá því í vor eftir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á þeim málum sem á að klára hér fyrir kosningar. Ekkert bólar á slíku samtali við ríkisstjórnina, við erum jafnvel farin að efast um að það sé ríkisstjórn í þessu landi. Það er þá a.m.k. ríkisstjórn sem hefur ekki hugmynd um hvað hún vill og ekki kjark til að takast á við það að ljúka því verkefni sem þetta kjörtímabil er.

Nú er Framsóknarflokkurinn í henglum. Hér gátu forustumenn flokksins ekki talað í gærkvöldi því að óeiningin er svo mikil. Eigum við ekki, hæstv. forseti, að gera hlé á þingstörfum, leyfa Framsóknarflokknum að útkljá sín mál (Forseti hringir.) og þá geta þau kannski komið með raunhæfa áætlun þar sem við á einum til tveimur dögum getum lokið þessu leikriti.