145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:36]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þá kerfisbreytingu sem hér er verið að innleiða, en við hörmum jafnframt að ekki hafi náðst sátt um að gera sambærilegar breytingar varðandi örorkulífeyri. Við höfum stutt allar kjarabætur til lífeyrisþega en við getum ekki stutt aðferðafræði ríkisstjórnarinnar. Tillögur okkar gengu út á hærri greiðslur og minni skerðingar, en Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur höfnuðu þeim tillögum. Komumst við til valda eftir kosningar þá verður það okkar fyrsta verk að breyta almannatryggingagreiðslunum til samræmis við tillögur minni hlutans núna.