146. löggjafarþing — 2. fundur,  7. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[14:15]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil að mörgu leyti taka undir margt sem kom fram í máli hæstv. fjármálaráðherra, en ef við horfum á söguna eru Íslendingar alltaf í ákveðinni rússibanareið. Það er m.a. út af krónunni, út af þeirri peningamálastefnu sem ríkir hér á landi, og sama hversu velviljuð við erum oft með vinnumarkaðinn, með betri lög um opinber fjármál, þá þarf að okkar mati í Viðreisn að endurskoða peningamálastefnuna. Þess vegna brennur sú spurning svolítið á mér og fleirum: Eru menn reiðubúnir að skoða og fara heildstætt yfir peningamálastefnu Íslands með það að markmiði að lækka vaxtabyrði landsins og lækka vaxtabyrði heimilanna í landinu?