146. löggjafarþing — 11. fundur,  22. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[11:33]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Breytingartillagan við 5. gr. snýr að því að kjararáð skuli birta opinberlega fundargerðir sínar og hagsmunaskráningu. Ég vil einfaldlega koma því til skila að með því að greiða atkvæði gegn þessari breytingartillögu eru þingmenn að greiða atkvæði gegn frekari upplýsingu almennings.